Trúnaðarráð norðuráls
   
  Lekinn
  Upplýsingar
 
Aðalkjarasamningur
Aðalkjarasamningur er heiti sem notað er um kjarasamninga milli samtaka launafólks og atvinnurekenda um helstu grundvallaratriði varðandi laun, vinnutíma, réttindi og önnur starfskjör sem eru sameiginleg fyrir alla félagsmenn innan tiltekins stéttarfélags eða sambands stéttarfélaga. Algengast er að hugtakið sé notað um heildarkjarasamninga landssambanda stéttarfélaga. Landssambönd hér á landi sem aðild eiga að ASÍ eru Starfsgreinasamband Íslands, Landsamband íslenskra verslunarmanna, Rafiðnaðarsamband Íslands, Samiðn – Samband iðnfélaga og Sjómannasamband Íslands.

Aðilar vinnumarkaðarins
Aðilar vinnumarkaðarins er heiti sem er notað um samtök launafólks (stéttarfélög og þau sambönd sem þau tilheyra) annars vegar og samtök atvinnurekanda hins vegar. Heildarsamtök launafólks annars vegar og atvinnurekenda hins vegar á hinum almenna vinnumarkaði eru einkum Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins.  Oftast er átt við þau þegar vísað er til aðila vinnumarkaðarins.

Brúttólaun
Með heitinu brúttólaun er átt við heildarlaun starfsmanns fyrir ákveðið launatímabil, s.s. viku eða mánuð, áður en lög- og samningsbundnar greiðslur hafa verið dregnar frá þeirri upphæð, s.s. vegna staðgreiðslu skatta og lífeyrisiðgjalda. Nettólaun er sú upphæð sem eftir stendur þegar slíkur frádráttur hefur verið framkvæmdur.

Félagsbundinn vinnuréttur
Félagsbundinn vinnuréttur eru samningsbundnar reglur sem stéttarfélag hefur samið um fyrir hönd ótilgreinds hóps launafólks sem aðild á að viðkomandi stéttarfélagi og/eða starfar á félagssvæði þess. Þær reglur varða laun, vinnutíma og önnur starfskjör þeirra, þ.m.t. ákvæði er varða uppsögn ráðningarsamnings, rétt til launa vegna veikinda eða slysa, orlofsréttindi o.s.frv. Kallast slíkir samningar kjarasamningar. Samkv. 1.gr. l. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda eru laun og önnur starfskjör skv. kjarasamningum lágmarkskjör, óháð kyni, þjóðerni eða ráðningartíma fyrir allt launafólk í viðkomandi starfsgrein á svæði því er samningurinn tekur til. Samningar einstakra launamanna og atvinnurekenda um lakari kjör en hinir almennu kjarasamningar ákveða eru ógildir. Til félagsbundins vinnuréttar teljast einnig þær reglur er varða gerð kjarasamninga og eftirfylgni stéttarfélaga með framkvæmd þeirra á vinnumarkaði.

Kjarasamnigur
Í kjarasamningum eru ákvæði um laun fyrir dagvinnu og yfirvinnu auk ákvæða um ýmis konar álagsgreiðslur, vinnutíma starfsmanna, launarétt þeirra sem forfallast vegna veikinda eða slysa, orlofsréttindi, fyrirkomulag við uppsögn ráðningarsamninga, greiðslur í lífeyrissjóð og sjóði stéttarfélaga o.m.fl. Kjarasamningar hafa almennt gildi á vinnumarkaði skv. lögum um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda nr. 55/1980. Hin lögbundna staða kjarasamninga hefur m.a. þau áhrif að ákvæði í ráðningarsamningi starfsmanns og atvinnurekandi  um lakari kjör en kjarasamningur kveður á um eru ógild og ekki bindandi. Aðilum er á hinn bóginn frjálst að semja um hærri laun og meiri réttindi en viðkomandi kjarasamningur gerir ráð fyrir.
Mánaðarlaun
Með mánaðarlaunum er átt við að laun starfsmanns séu ekki nákvæmlega reiknuð skv. tímafjölda á mánuði heldur í formi einnar fastrar upphæðar sem er hin sama alla mánuði ársins þó mislangir séu.

Markaðslaun
Þau laun sem atvinnurekendur eru tilbúnir til þess að greiða umfram lágmarksákvæði kjarasamninga  eru almennt kölluð markaðslaun til aðgreiningar frá umsömdum launatöxtum kjarasamninga.

Næturvakt 
Vinna sem unnin er á að nóttu til samkvæmt ákveðnu vaktavinnukerfi.

Ráðningarsamningur

Ráðningarsamningur er samningur atvinnurekanda og starfsmanns um að vinnu þess síðarnefnda undir stjórn og á ábyrgð þess fyrrnefnda gegn endurgjaldi í formi peninga og annarra starfskjara samkvæmt þeirri skipan sem ákveðin er með kjarasamningi, lögum og ráðningarsamningi aðila. Ráðningarsamningar skulu vera skriflegir eða ráðning staðfest skriflega af atvinnurekanda.  

Rauðir dagar 
Orðin rauðir dagar eru notað um lög- eða samningsbundna frídaga sem falla á virka daga vikunnar.

Ríkissáttarsemjari
Ríkissáttasemjari hefur það hlutverk samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur að annast sáttastörf í vinnudeilum milli launafólks og félaga þess annars vegar og atvinnurekenda og félaga þeirra hins vegar. Honum ber ber einnig að fylgjast með ástandi og horfum í atvinnulífi og á vinnumarkaði um allt land, með þróun kjaramála og atriðum sem valdið gætu ágreiningi í samskiptum samtaka atvinnurekenda og stéttarfélaga. Ríkissáttasemjari heldur skrá yfir gildandi kjarasamninga.

Staðgreiðsla - og staðgreiðsluskattur
Staðgreiðsla nær til útsvars, tekjuskatts og tryggingagjalds þar með talið er gjald til ábyrgðasjóðs launa vegna gjaldþrota, markaðsgjald og slysatryggingariðgjald af launum sjómanna. Launagreiðandi skal ótilkvaddur, eigi sjaldnar en mánaðarlega, skila til innheimtumanns ríkissjóðs sérstakri skilagrein og því staðgreiðslufé sem honum bar að halda eftir af launum og reiknuðu endurgjaldi.

Starfskjaralög
Lög um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda nr. 55/1980, með síðari breytingum. Í starfskjaralögum er mælt fyrir um að laun og önnur starfskjör sem aðilar vinnumarkaðarins semja um skuli vera lágmarkskjör, óháð kyni, þjóðerni eða ráðningartíma fyrir alla launamenn í viðkomandi starfsgrein á svæði því er samningurinn tekur til. Samkvæmt þessum lögum hafa kjarasamningar almennt gildi á vinnumarkaði. Samningar einstakra launamanna og atvinnurekenda um lakari kjör en hinir almennu kjarasamningar kveða á um eru ógildir.


Stéttarfélag
Stéttarfélög eru lögformlegur samningsaðili um kaup og kjör meðlima sinna, enda hafi félagið í samþykktum sínum ákveðið að láta starfsemi sína taka til slíkra málefna. Í 1. mgr. 74. gr. stjórnarskrár íslenska lýðveldisins segir orðrétt:  “Rétt eiga menn á að stofna félög í sérhverjum löglegum tilgangi, þar með talin stjórnmálafélög og stéttarfélög, án þess að sækja um leyfi til þess. Félag má ekki leysa upp með ráðstöfun stjórnvalds. Banna má þó um sinn starfsemi félags sem er talið hafa ólöglegan tilgang, en höfða verður þá án ástæðulausrar tafar mál gegn því til að fá því slitið með dómi.”

Sjúkrasjóður
Sjúkrasjóður er sjóður sem stéttarfélag stofnar og starfrækir í þeim tilgangi að veita félagsmönnum fjárhagslegan stuðning vegna veikinda, slysa eða annarra tiltekinna áfalla sem þeir eða aðrir þeim nákomnir kunna að verða fyrir. Sumir sjúkrasjóðir veita jafnaframt styrki vegna líkamsræktar, sjúkraþjálfunar, krabbameinsskoðunar, gleraugna- og heyrnatækjakaupa o.fl. Sjúkrasjóðir stéttarfélaga eru fjarmagnaðir með gjaldi sem atvinnurekendur greiða. Gjaldið er 1% af launum starfsmanna.


Tímabundinn ráðningarsamningur
Ráðningarsamningur þar sem lok ráðningarsambands er bundið tiltekinni dagsetningu, ákveðnum verklokum eða öðru skýrt afmörkuðu skilyrði.

Trúnaðarmaður stéttarfélags
Trúnaðarmaður stéttarfélags er fulltrúi stéttarfélags á vinnustað. Hann er kosinn úr hópi starfsmanna og er verkefni hans að gæta þess að sá kjarasamningur sem starfsmenn vinna eftir sé haldinn af atvinnurekanda og að ekki sé gengið á félagslegan eða borgaralegan rétt starfsmanna.


Uppsagnarfrestur
Sá tími sem líður frá því að uppsögn samkvæmt yfirlýsingu atvinnurekanda eða launamanns tekur gildi, við viku- eða mánaðarmót, þar til ráðningarsamningur aðila telst á enda runninn. Um lengd uppsagnarfrests er fjallað í kjarasamningum, lögum eða eftir atvikum ráðningarsamningi sé uppsagnarfrestur ákveðinn lengri en kjarasamningar eða lög ákveða.

Veikindaréttur
Hugtakið veikindaréttur vísar til réttar launamanna til áframhaldandi launa frá atvinnurekanda geti þeir ekki stundað vinnu vegna veikinda eða slysa sem þeir verða fyrir í frítíma sínum. Meginreglan er sú að eftir einn mánuð í starfi öðlast launamenn rétt til fullra launa í tvo daga og svo bætast tveir veikindadagar við þann rétt í hverjum mánuði. Eftir því sem launamaður starfar lengur hjá sama atvinnurekanda þeim mun lengri veikindaréttur ávinnst, en ákveðið hámark er þó á réttinum sem er mismunandi eftir kjarasamningum. Veikindaréttur er heildarréttur á hverju 12 mánaða tímabili án tillits til tegundar sjúkdóms.

Veikindi barna
Eftir einn mánuð í starfi átt þú rétt á launum frá vinnuveitanda í allt að 7 daga á hverjum 12 mánuðum vegna veikinda bara yngri en 13 ára. Eftir eitt ári í starfi hjá sama vinnuveitanda átt þú rétt á launum í allt að 10 daga á hverjum 12 mánuðum. Ef barn veikist í lengri tíma og þú átt ekki lengur rétt á launum frá vinnuveitanda getur þú átt rétt á greiðslum úr sjúkrasjóði í stéttarfélagi þínu. Foreldrar fatlaðra og langveikra barna geta sótt um umönnunargreiðslur hjá Tryggingastofnun.

Verkbann
Verkbann er aðgerð sem atvinnurekanda er heimilt að grípa til í þeim tilgangi að vinna að framgangi krafna sinna í vinnudeilum, og til verndar rétti sínum samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, með þeim skilyrðum og takmörkunum einum, sem sett eru í lögum

Verðtrygging
Verðtrygging tryggir að verðgildi peninga rýrni ekki yfir tíma. Hægt er að verðtryggja innlán í bönkum sem bundinn eru til a.m.k. þriggja ára og útlán sem eru til a.m.k. fimm ára. Verðtrygging tekur mið af breytingum á vísitölu neysluverðs.

Verkfall
Verkfall er aðgerð sem stéttarfélag beitir í þeim tilgangi að vinna að framgangi krafna sinna í vinnudeilum. Verkfall getur verið hvers konar rof á þeirri vinnu sem launafólki er skylt samkvæmt ráðningarsamningi og kjarasamningi að inna af hendi, enda sé aðgerðin framkvæmd með aðild stéttarfélags og uppfylli önnur skilyrði um form samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Kjósa verður um það meðal félagsmanna hvort að félagsmenn vilja þrýsta á kröfur sínar með því að fara í verkfall. Sé það vilji meirihluta félagsmanna að fara í verkfall er boðað til verkfalls á ákveðnum degi og eiga allir félagsmenn sem starfa eftir viðkomandi kjarasamningi að leggja niður vinnu. Ekki er heimilt að ráða aðra starfsmenn til að ganga í störf viðkomandi á meðan né heldur að reka starfsmenn fyrir að fara í verkfall.

Vinnuslys
Ef þú lendir í slysi í vinnunni eða á leið í og úr vinnu, átt þú rétt á launum frá vinnuveitanda í allt að þrjá mánuði. Eftir að rétti þínum til launa frá atvinnurekenda líkur getur þú sótt um slysadagpeninga hjá Tryggingastofnun ef þú ert óvinnufær í a.m.k. 10 daga og þú getur einnig átt rétt á greiðslum úr sjúkrasjóði hjá stéttarfélagi þínu.

Virkur vinnutími
Sá tími sem starfsmaður er við störf, til taks fyrir atvinnurekandann og innir af hendi störf sín eða skyldur. Hugtakið virkur vinnutími á rætur að rekja til vinnutímasamnings ASÍ og SA en hann byggir á markmiðum um vinnuvernd starfsmanna.


 











 

 





 
 
  Today, there have been 2168 visitors (10877 hits) on this page!  
 
Þessi síða er í vinslu This website was created for free with Own-Free-Website.com. Would you also like to have your own website?
Sign up for free