Trúnaðarráð norðuráls
   
  Lekinn
  Stéttarfélög
 

Starfsemi

  • Í stéttarfélögum sameinast launafólk, á grundvelli sameiginlegrar starfsgreinar og/eða menntunar, um að gæta hagsmuna sinna.
  • Stéttarfélög mynda flest með sér stærri sambönd eftir atvinnugrein og landshlutum. Þessi stéttarfélagasambönd sameinast í fjórum heildarsamtökum launafólks: ASÍ, BSRB, BHM og KÍ. Einnig stendur nokkur fjöldi stéttarfélaga utan þessara bandalaga.
  • Stéttarfélög sinna almennri réttindavörslu launafólks og fulltrúar stéttarfélaga koma fram fyrir hönd félagsmanna sinna við kjarasamningagerð.
  • Stéttarfélög veita félagsmönnum upplýsingar og lögfræðilega ráðgjöf um þau kjör sem lög og kjarasamningar tryggja þeim. Starfsmenn stéttarfélaga eru bundnir trúnaði við félagsmenn sem leita réttar síns.
  • Margs konar félags- og fræðslustarf fer fram innan stéttarfélaga.
  • Á vefjum og skrifstofum stéttarfélaga má fá margvíslegar upplýsingar um starfsemi þeirra og kjaramál.

Til hvers eru stéttarfélög?

Helsta verkefni stéttarfélaga er að verja réttindi launafólks í landinu. Gerð kjarasamninga um kaup og kjör almennt er jafnframt eitt helsta viðfangsefni stéttarfélaga. Ekki má greiða neinum lægri laun en kveðið er á um í kjarasamningum. Auk samningsgerðar og hagsmunagæslu fyrir launafólk hafa verkalýðsfélög á sinni hendi mjög fjölbreytta starfsemi. Verkalýðsfélög starfrækja sjúkra-, orlofs- og fræðslusjóði sem notaðir eru til að styrkja félagsmenn á margvíslegan hátt. 

 

Veistu hvað þú færð fyrir félagsgjaldið?


Stjórnun stéttarfélaga

Stéttarfélag hefur stjórn sem félagsmenn kjósa. Stjórnin hefur forystu fyrir starfi félagsins . Stéttarfélög halda félagsfundi sem eru opnir öllum félagsmönnum. Á félagsfundum fá félagsmenn tækifæri til að láta skoðanir sínar í ljós og taka þátt í ákvörðunum með því að greiða atkvæði.

 

Kynntu þér sögu verkalýðshreyfingarinnar.










 
  Today, there have been 2169 visitors (10878 hits) on this page!  
 
Þessi síða er í vinslu This website was created for free with Own-Free-Website.com. Would you also like to have your own website?
Sign up for free