Trúnaðarráð norðuráls
   
  Lekinn
  Kröfugerð
 

 Kröfugerð 1,01
2011

Kröfugerð vegna endurskoðunar á launalið.

Þær kröfur sem við trúnaðarráð starfsmanna norðuráls leggjum áherslu á .
Megin markmið þessara samninga er að auka kaupmátt okkar félagsmanna, ná fram betri vinnuskilyrðum til hagsbóta fyrir starfsmenn og fyrirtækið Norðurál.
Ennfremur teljum við að það sé nauðsynlegt að það verði endurskoðunarákvæði í þessum samningum ef hann verður lengri en 1. ár. Þar sem endurskoðunarákvæði komi til hækkunar, við ákveðin viðmið.
Eftirfarandi atrið teljum við að þurfi að taka til umræðu og athugunar, og yrði væntanlega kröfugerð okkar í komandi samningum.
 

 

 

 

 
 
1.      Kröfugerð VFLA vegna launaliðar í kjarasamningi Norðuráls.
1.1.   Grunnlaun byrjanda verði frá 1.janúar 2011 223.125 kr. 
1.2.   Gildistími launaliðar verði til 31. desember 2011
 
2.        Kröfugerð annarra félaga, Félags iðn- og tæknigreina, Stéttarfélag Vesturlands, VR, Rafiðnaðarsamband Íslands vegna aðildarfélaga. Vegna launaliðar í kjarasamningi Norðuráls
2.1. Umtalsverð hækkun grunnlauna. Þannig að lægsti taxti í Norðurál verði 223.125 þús og bil milli launaflokka haldist í % eins og nú er.
 
3.      Bónusar (gengið verið betur frá samningum vegna ristíma og ristíðni, þar sem við teljum fyrirtækið ekki hafa staðið við gefið loforð, (ljós, aðstaða, upplýsingalöggjöf.
 
4.      Aukið vinnuálag: Þegar ákveðin fjöldi fólks á vakt fer niður fyrir ákveðið lágmark á vakt skal greiða aukabónus vegna aukins álags á þá starfsmenn sem fyrir eru.
 
5.      Stóriðjuskólinn sem samið var um í síðustu samningum verði útfærður, og lagður fram að hálfu fyrirtækisins. Hér er eingöngu útfærsluatriði um að ræða, en við teljum nauðsynlegt að fyrirtækið leggi fram heilstæðar og fullmótaðar tillögur um stóriðjuskólann, með því markmiði að hann verði virkur hluti launakerfis.
 
                Bókun I úr kjarasamning norðuráls 2010
Það er sameiginleg skoðun samningsaðila að nauðsynlegt sé að bæta stöðugt framleiðni og hagræðingu í fyrirtækinu. Ein forsenda þess að svo verði er góð menntun starfsmanna, hvers á sínu sviði.
Aðilar eru sammála um að vinna að því sameiginlega að efla starfsnám í fyrirtækinu.
Mun fyrirtækið setja á stofn sérstakan starfshóp til að undirbúa starfsnámið og skal hann skila af sér tillögum um framkvæmd eigi síðar en 1. janúar 2011. Þegar álit starfshópsins liggur fyrir verður ákveðið hvenær námið hefst og hvernig launagreiðslum að því loknu verður háttað.
 
6.      Samkomulag um stéttarfélög og veika /slasaða starfsmenn.Samkomulag verði gert um að norðurál skuldbindi sig um að leggjast ekki gegn því að starfsmenn séu í stéttarfélögum. Og standi við gefin loforð um að ekki verði þrýst á veika og slasaða starfsmenn um að mæta í vinnu (sjá ályktun)
 
 
 
7.      Tveir rafvirkjar verði á bakvakt, hér er klárlega um öryggismál um að ræða.
            RAFMAGNSEFTIRLIT RÍKISINS            ORÐSENDING NR. 1/84 
                        Rekstur, eftirlit og viðhald raforkuvirkja
     
        19. Athafnir í eða nálægt lágspennuvirkjum undir spennu (L-AUS)

        19.1 Starfsmenn 

        19.1.1 Vinna í eða nálægt lágspennuvirkjum undir spennu skal framkvæmd af                 kunnáttumönnum. 

       
Undantekning: 
        Menn sem eru í þjálfun í L-AUS mega framkvæma L-AUS undir eftirliti kunnáttumanns. 

        19.1.2 Í vinnugengi við L-AUS á loftlínum skulu vera að minnsta kosti tveir menn og    skulu báðir vera viðstaddir allt verkið. 
        L-AUS við strengi, strengskápa, töfluvirki og þess háttar virki má einn maður framkvæma        en þó skal jafnan vera annar til staðar sem er fær um að koma skjótt til hjálpar ef þörf            krefur, t.d. ef slys ber að höndum. 

       
Undantekning: 
        Einn maður má þó vinna eftirtalin verk án þess að annar maður sé nálægur: 
        (1) upphersla eða skipti á heimtaugarklemmum, 
        (2) ísetning og úrtaka vara, 
        (3) uppsetning mæla og mælaskipti, 
        (4) bilanaleit og mælingar
 
8.      Orlof, verði aukið frá því sem nú er,bæði með fjölgun daga, og ennfremur verið sumarleyfistímum breytt á þann hátt að fjölga sumarleyfisdögum á sumarleyfistímum.
Vaktamenn. ( 12 t )
Tvískipt orlof.  4 vaktatarnir á 4 til 5 daga törn.
Samanlagt yfir sumarið, 8 vaktatarnir.
Í sumarorlofið fara 14 sumarorlofsdagarnir + 4 til 5 af 6 “ rauðum dögum “
Eftir standa 5 til 6 vaktir í vetrarorlof.
Dagvinnumenn ( 7,2 t )
Samræma NA samninginn við ASÍ samninginn.
5 ár í starfsgrein gera 25 dagar hjá ASÍ.
10 ár í starfsgrein gera 27 daga hjá ASÍ.
Kröfur um orlof.
Viðbót við grein 5.01.1
5 ár í starfsgrein 180 tímar á orlofstíma og 36 utan orlofstíma.
10 ár í starfsgrein 194,4 tímar á orlofstíma og 57,6 utan orlofstíma
9.      Tímaskriftverði breytt á þann veg að þeir sem vinna frá 18.30 til 19.30 á kvöldin fái matartímann greiddan eins og tíðkast á hinum almenna vinnumarkaði.
                Sambærileg ákvæði úr almenum samningum.
SAMNINGUR
Milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og Samiðnar - sambands iðnfélaga
f.h. aðildarfélaga í málmiðnaði, byggingariðnaði og skrúðgarðyrkju
hins vegar
Öll matar- og kaffihlé í yfirvinnu og helgidagavinnu greiðast
sem vinnutími.
 
SAMNINGUR 
Milli Samtaka atvinnulífsins og Samtaka atvinnurekenda í raf- og tölvuiðnaði annars vegar og Rafiðnaðarsambands Íslands vegna aðildarfélaga 
hins vegar
Öll matar- og kaffihlé í yfir- og helgidagavinnu greiðast sem
vinnutími og sé unnið í þeim greiðist unnið matar- eða kaffihlé
með tilsvarandi lengri tíma sem unnum.
 
10. Föstudagsfrí verði útfærð betur og samræmd.sjá skjal, „frídagur sem skapast á tveggja vikna fresti“
                Útskíring á frídegi sem skapast á tveggja vikna fresti
Vinnuskilda er 7,2 tímar á dag eða 36 tímar á viku
Á hverjum virkum 9 vinnudögum dögun með vinnuskildu uppá 7,2 eru unnir 8 tímar og safnast mismunurinn uppí frídag sem telst sá tíundi. Skal þessi frídagur tekinn að jafnaði á föstudeigi. Þessi frídagur er nefndur „vikufrídagur“ Sjá dæmi 1.
M
Þ
M
F
F
M
Þ
M
F
F
7,2
7,2
7,2
7,2
7,2
7,2
7,2
7,2
7,2
9*0,8=7,2
0,8
0,8
0,8
0,8
0,8
0,8
0,8
0,8
0,8
 
Dæmi 1
 
Ef upp kemur rauður föstudagur það er að seigja ef lögbundinn frídagur kemur upp á föstudeigi er samt veitur „vikufrídagur“.
Öllum starfsmönnum sem gegna dagvinnu skal standa til boða föst yfirvinna þá daga sem áður eru nefndir „vikufrídaga“. Það er kjósi starfsmenn að vinna þennan „vikufrídag“ greiðist hann sem yfirvinna. Hafi starfsmaður áhuga á að nýta „vikufrídaginn“ skal hann tilkynna það með tveggja daga fyrirvara. Um vikufrídaga gildir annars sem aðra venjulegar daga að ef upp kemur kvaðning til vinnu samanber grein 2.12.1 er greitt eftir grein 2.12.2 sem útkall í framhald af vinnu.
 
 
11. Skipavaktir sem var samið um í síðustu samningum (bakvaktir) sem fullyrða má að hafi verið sameiginlegur skilningur samningarnefndarmanna hefur ekki skilað sér til þeirra sem ráða. Það verður því að bókfæra þetta atriði, svo það verði á hreinu. Hér á einnig við krafa 6 „Tveir rafvirkjar verði á bakvakt“ um að tveir rafvirkjar séu á bakvakt.
            Úr skjali ST 07.Skipabakvakt vegna löndunarbúnaðar norðuráls.
                Ábyrgð
Viðhaldsstjóri ber ábyrgð á að útkalls fyrirkomulag sé framkvæmt á réttan hátt og að réttum skilaboðum sé komið til viðeigandi aðila á réttum tíma.
                Framkvæmd
Bakvakt tekur gildi tveim klukkustundum fyrir áætlaðan komutíma. (Skip bundið við bryggju)
Starfandi formaður upplýsir viðkomandi starfsmann með sólarhrings fyrirvara um áætlaðan komutíma skips.
Starfandi formaður fylgir eftir áætluðum komutíma og lætur strax vita til starfsmanns verði einhverjar breytingar á komutíma. 
Losunarbúnaður er ræstur af viðkomandi starfsmanni á skipavakt minnst einni klukkustund fyrir komutíma.
Viðkomandi starfsmaður á skipavakt fylgir eftir búnaði, eftir að losun úr skipi er hafin, í minnst tvær klukkustundir eða þar til að tryggt er að öll virkni búnaðar sé farin að starfa eðlilega. Starfsmaður yfirgefur staðinn eftir það.
 
12. Afleysingar á ábyrgðarmeiri störfum, komi staðgengilslaun. Og Afleysingar dagmanna á vöktum verði í yfirvinnu enda um dagvinnumenn að ræða.
 
13. Starfsreynsla iðnaðarmanna verði metin. Hafi iðnaðarmaður starfsreynslu í iðn sinni skal það metið bæði til launa og orlofs.
 
14. Hvíldartími komi inn í ferðatíma. Það er ef starfsmaður vinnur það lengi að hvíldar tími skapist telji ferða tíminn frá vinnu einnig til hvíldartíma.
 
Dæmi : Starfs maður vinnur sér inn 3 tíma í hvíldartíma bætist við hvíldar tíman ferðatíminn frá vinnu og heim.
 
15. Meðferð ágreiningsmála, komið verði upp ákveðnu ferli ef ágreiningsmál komi upp milli trúnaðarmanna og yfirmanna Norðuráls.
 
16. Kjaraviðræður á almennum markaði. Í yfirstandandi kjaraviðræðum á almennum markaði eru nokkur mál er varða réttindi launafólks og eru í höndum samninganefndar ASÍ. Lagt er til að gerð verði bókun/samþykkt, sem kveði á um að starfsmenn Norðuráls njóti einnig þess árangurs sem af þeim viðræðum hlýst, eftir því sem við á.
 
 
  Today, there have been 2166 visitors (10875 hits) on this page!  
 
Þessi síða er í vinslu This website was created for free with Own-Free-Website.com. Would you also like to have your own website?
Sign up for free