Trúnaðarráð norðuráls
   
  Lekinn
  Fréttir
 
Fréttir af starfi trúnaðarmanna
Meiddist við björgunarafrek og fær engar bætur
visir on 07/05/2011 at 12:55pm (UTC)
 Norðurál Grundartanga. .Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag Sjóvá-Almennar tryggingar og Norðurál Grundartanga í skaðabótamáli sem starfsmaður Norðuráls höfðaði gegn þeim.

Sjá Nánar: http://visir.is/meiddist-vid-bjorgunarafrek-og-faer-engar-baetur/article/2011110709583
 

Stóriðjuskóli hjá Alcoa
Aðal on 06/18/2011 at 2:48pm (UTC)
 Nú hefur verið undirritaður samningur um stóriðjuskóla hjá Alcoa. Við óskum þeim innilega til hamingju með þennan áfanga. Við hér starfsmenn Norðuráls erum því miður ekki svo lánsöm að starfa hjá svo vel reknu fyrirtæki að geta staðið við gefin loforð. Það er klárlega áhugavert að bæði hin álverin skulu vera komin með stóriðjuskóla sérstaklega þar sem vinnan við gerð stóriðjuskólans hófst eftir að við skrifuðum undir okkar samning.

Hér er mynd af undirritun samninga um Stóriðjuskólann, en þeir voru undirritaðir síðastliðinn föstudag í safnahúsinu í Neskaupstað í kjölfar ársfundar sjálfbærniverkefnis Alcoa Fjarðaáls og Landsvirkjunar. Olga Lísa skólameistari undirritaði samningana fyrir hönd VA, Stefanía fyrir hönd ÞNA og Tómas fyrir Fjarðaál. Hægt er að lesa meyra um skólan hér.http://www.alcoa.com/iceland/ic/news/whats_new/2011/2011_05_skoli.asp



 

Strand í Straumsvík
Aðal on 06/08/2011 at 10:45pm (UTC)
 Staðan í straumsvík er afar slæm þar er hoggið að grundvallar ákvæðum kjarasamnings Isal, sjálvu verkfallsákvðinu. Samtök Atvinnufíflsins hafa lagst svo látt að reyna að ná þessu dírmæta vopn úr höndum verkafólks,

Ég þarf ekki að minna neinn á að þetta eru sömu aðilar og við erum að samja við. Mér þikir það afar aumt hjá fyritæki sem reinir að slíta starfsmann sína úr verkalíðsfélögum að hlaupa svo undir pilsfaldinn hjá saumaklúbbnum SA.



 

Þolinmæðin?
Aðal on 05/31/2011 at 3:42pm (UTC)
 Þessa dagana er ekkert að gerast í samningamálum hjá okkur. Hjá Isal er búið að vísa deilunni til sáttasemjara og þær fréttir berast frá Alcoa að samningar verði undirritaðir á næstunni. þar virðast menn vinna í sameiningu að gerða kjarasamnings og virðist ríkja traust milli samningsaðila. Þetta traust er eitthvað sem vantar alveg í okkar samningum sérstaklega þar sem fyrirtækið virðist ekki kannast við þá hugmyndafræði að standa við gefin loforð og hvað þá undirritaða samninga.
Það er ekki sjálfgefið að starfsmenn fyrirtækja sýni jafn mikla sjálfsstjórn og þolinmæði eins og starfsmenn Norðuráls. Það getur reynt afar mikið á þolinmæðina og jafnaðargeði að vinna á svona vinnustað þar sem stjórnunin er einstaklega ógegnsæ og einkennist af bönnum og niðurrifsstarfsemi.
Ég þakka þolinmæðina og stuðninginn.
 

Fyrirtæki ársins
Aðal on 05/31/2011 at 2:14pm (UTC)
 Fyrirtæki ársins
Í könnun VR á fyrirtæki ársins eru starfsmenn beðnir um að leggja mat á nokkra lykilþætti í vinnuumhverfinu og eru þeir listaðir upp í töflunni hér að neðan. Hver þáttur fær einkunn frá 1 til 5 og saman mynda þær heildareinkunn fyrirtækisins.
Þessi könnun er afar áhugaverð í ljósi vinnustaðar könnunarinnar sem framkvæmd var hjá norðuráli. Það er áhugavert að sjá hvar NA lendir í samanburði við önnur álver.Hér er listi yfir helstu fyrirtæki sem við berum okkur saman við.
20 Alcan á Íslandi Heildareinkunn 4,243
90 Norðurál Heildareinkunn 3,631
93 Alcoa á Íslandi Heildareinkunn 3,354
Hægt er að skoða könnunina á vef VR.
 

Viðræður að hefjast
Aðal on 05/14/2011 at 5:46pm (UTC)
 Nú eru búnir þrír fundir í þessari samningalotu enn aðeins tveir sem ég hef verið boðaður á . Þetta er ekki beint vísir á góðar viðræður þar sem aðal er ekki einu sinni boðaður á fundi .

Á fyrsta fundinum lögðum við fram afar hóflega og sanngjarna kröfu sem var hafnað á næsta fundi með öllu. Á þann fund var að aðal einmitt ekki boðaður.

Á þriðja fundi lagði NA fram tilboð sem var hafnað á staðnum enda ekki papírusins virða. Við lögðum næst fram hóflega sanngirnis kröfu til að koma á móts við erfiða stöðu fyrirtækisins og bíðum nú átekta.

Fundað var hjá sáttasemjara klukkan 18:00 23 maí 2011-05-24
Á fundinum kom fram að Norðurál hafni alfarið okkar síðasta tilboði og að eini samningurinn sem fyrirtækið komi til með að samþykja sé ASI/SA samningurinn. fyrirtækið útilokar einnig allar hækkanir á bónusum og eingreiðslum. Einnig kom fram í máli Norðuráls að það víli ekki fyrirsér að leggja KLAFA niður til að þurfa ekki að gera sambærilegan samning og gerður var hjá ELKEM. Hátterni samningarnefndar fyrirtækisins kom ekkert á óvart þar sem þetta er alveg eftir bókinni. Sagan hefur kennt okkur að þær aðferðir sem fyrirtækið beitir eru afar fyrirsjáanlegar og gamaldags.
 

<-Back

 1 

Continue->

 
  Today, there have been 2173 visitors (10884 hits) on this page!  
 
Þessi síða er í vinslu This website was created for free with Own-Free-Website.com. Would you also like to have your own website?
Sign up for free