Trúnaðarráð norðuráls
   
  Lekinn
  Um stéttarfélög
 
Stéttarfélög
Stéttarfélög gegna mikilvægu hlutverki á íslenskum
vinnumarkaði. Hlutverk þeirra er að vinna að hagsmuna-
málum launafólks. Þessu hlutverki gegna þau einkum
með því að gera kjarasamninga fyrir félagsmenn sína. Þá
hafa þau með samstarfi á vettvangi heildarsamtaka
launafólks margháttuð áhrif á löggjöf sem varðar hags-
muni launafólks og framkvæmd hennar.
Án stéttarfélaga og kjarasamninga sem tryggja launafólki
ákveðin kjör og réttindi, stæðu launamenn einir og      
óvarðir gagnvart atvinnurekendum.

Kjarasamningar  
Helstu verkefni stéttarfélaga eru að semja við at-
vinnurekendur um kaup og kjör félagsmanna sinna.
Jafnframt að fylgja því eftir með aðstoð trúnaðar-
manna á einstökum vinnustöðum að atvinnurekendur
virði samninga gagnvart starfsfólki sínu.
Um gildistíma kjarasamninga er kveðið á hverju sinni,
en undanfarin ár hafa þeir verið gerðir til 3ja eða 4ra
ára í senn. Kjarasamningar öðlast gildi þegar félags-
menn samþykkja þá í atkvæðagreiðslu.
Í kjarasamningum eru ákvæði um laun og launabreyt-
ingar á samningstíma, orlof og orlofslaun, vinnu- og
hvíldartíma, veikinda- og slysarétt starfsmanna, upp-
sagnarfresti o.fl. Stéttarfélög gera einnig ýmsa sérkjara-
samninga fyrir hönd tiltekinna hópa félagsmanna sinna. 
Mikilvægi kjarasamninga lýsir sér í því að tryggt er með
lögum að ráðningarkjör starfsmanna eru ógild að svo
miklu leyti sem þau brjóta þann kjarasamning sem gildir
um kaup þeirra og kjör. 
 
Lög um stéttarfélög og vinnudeilur 
Um rétt launafólks til að stofna stéttarfélög og hlutverk
þeirra, þ.m.t. gerð kjarasamnings, er fjallað í lögum um
stéttarfélög og vinnudeilur. Þar er einnig fjallað um
heimildir stéttarfélaga til að grípa til verkfallsaðgerða.  
 
Sjóðir stéttarfélaga 
Stéttarfélög reka ýmsa styrktarsjóði fyrir félagsmenn
sína. Mikilvægastur þeirra er sjúkrasjóðurinn en einnig
má nefna orlofssjóð og endurmenntunarsjóð.  
 
Sjúkrasjóðir 
Markmið sjúkrasjóða stéttarfélaga er að styrkja sjóðfélaga sem
missa launatekjur vegna sjúkdóma eða slysa með því að
greiða þeim dagpeninga, veikist þeir eða verði fyrir slysi.
Greitt er úr sjúkrasjóði eftir að lögboðnar eða umsamdar
launatekjur falla niður vegna veikinda eða slysa. Hlutverk
sjúkrasjóða er ennfremur að vinna að fyrirbyggjandi að-
gerðum sem snerta öryggi og heilsufar.
Um skilyrði fyrir greiðslu úr sjúkrasjóði fer samkvæmt
reglum viðkomandi sjúkrasjóðs. 
Atvinnurekendur greiða tiltekið hlutfall, venjulega 1% af
launum, í sjúkrasjóð viðkomandi stéttarfélags.  
 
Orlofssjóðir 
Orlofssjóðir stéttarfélaganna leigja út sumarbústaði (og
hjólhýsi) til félagsmanna sinna á hagstæðu verði. Sum félög
bjóða einnig hagstæða gisti- og ferðamöguleika.  
 
Lífeyrissjóðir
Greiðsla í lífeyrissjóð tryggir launafólki tekjur í ellinni. 
Ákvörðun um stofnun lífeyrissjóða var tekin í kjarasamn-
ingum að kröfu verkalýðshreyfingarinnar.  
 
Endurmenntun 
Stéttarfélög leggja í auknum mæli áherslu á endurmenntun
félagsmanna sinna og bjóða í því skyni styrki og aðstoð.
Sí- og endurmenntun
Stéttarfélög hafa í auknum mæli látið sig varða menntun
félagsmanna sinna á undanförnum árum. Samið hefur verið
um fræðslusjóði í kjarasamningum. Hjá mörgum félögum
vinna félagsmenn sér inn stig og fá endurgreidd námskeiðs-
gjöld og einnig ferðakostnað í samræmi við stigafjölda. Þá
hafa stéttarfélög í samstarfi við samtök atvinnurekenda
þróað starfsnám fyrir félagsmenn sína og standa að því að
reka námið til að styrkja launafólk á vinnumarkaði og efla
það sem einstaklinga.  
 
Upplýsingar, ráðgjöf og lögfræðiþjónusta
Mikilvægur liður í starfsemi stéttarfélaga er ýmiss konar
upplýsingamiðlun, ráðgjöf og þjónusta við félagsmenn hvað
varðar kaup og kjör, réttindi á vinnumarkaði og fjölmargt
fleira. Nokkur stærri stéttarfélög hafa lögfræðinga á sínum
snærum og veita félagsmönnum sínum ókeypis lögfræði-
þjónustu. Önnur stéttarfélög hafa samið við lögfræðistofur
sem sérhæfa sig í málefnum vinnumarkaðarins og rétt-
indum launafólks. Félagsmenn sem lenda í erfiðum ágrein-
ingsmálum við atvinnurekendur sína, vegna uppgjörs á
launum, vinnuslysa o.s.frv. þurfa því ekki sjálfir að leggja
út fyrir lögfræðikostnaði.  
 
Samskiptavandamál á vinnustað
Félagsmenn fá stuðning frá félaginu sínu ef þeir lenda í al-
varlegum samskiptavandamálum á vinnustað, eins og t.d.
einelti og kynferðislegri áreitni. Í samvinnu við félagsmann
er reynt að leysa vandann og tryggja réttindi hans.  
 
Stéttarfélög – öllum opin 
Stéttarfélag sem semur um kjör launafólks í tiltekinni
starfsgrein verður að vera opið öllu launafólki sem starfar á
félagssvæði þess, allt eftir nánari tilmælum í lögum við-
komandi stéttarfélags. 
Launafólk verður þó ekki skyldað til stéttarfélagsaðildar
gegn vilja sínum. Réttur til standa utan félaga, þ.m.t.
stéttarfélaga, er verndaður í stjórnarskrá. Yfirlýsing
starfsmanns um að hann vilji ekki vera í stéttarfélagi
breytir því þó ekki að um kaup hans og kjör fer sam-
kvæmt gildandi kjarasamningi og ber atvinnurekanda
hans á grundvelli þess kjarasamnings að draga félags-
gjöld af launum hans og skila þeim til viðkomandi
stéttarfélags.  
 
Félagsgjöld 
Í kjarasamningum er kveðið á um að atvinnurekendum
beri að draga af launum starfsmanna sinna félagsgjald og
skila því til viðkomandi stéttarfélags. Um upphæð eða
hlutfallstölu þess gjalds fer eftir lögum stéttarfélagsins.
Líta má á félagsgjöld sem þóknun fyrir gerð kjarasamn-
inga um laun og önnur starfskjör, þau standa undir
kostnaði við daglega þjónustu stéttarfélags við félags-
menn og hagsmunagæslu þess gagnvart atvinnurek-
endum. 
Skylda atvinnurekenda til að draga félagsgjöld af launum
starfsmanna gildir bæði um félagsmenn og þá sem kjósa
að standa utan félaga og fá engu að síður laun sam-
kvæmt kjarasamningi.


Heimild: Félagsmálaskóli alþýðu


 
  Today, there have been 2171 visitors (10881 hits) on this page!  
 
Þessi síða er í vinslu This website was created for free with Own-Free-Website.com. Would you also like to have your own website?
Sign up for free