Trúnaðarráð norðuráls
   
  Lekinn
  Heim
 

 Fundað var í gær.

Fundurinn var rólegur og kom fram hjá samninganefnd Norðuráls að verið væri að vinna í málunum hjá þeim . Aðilar eru sammála að fresta viðræðum yfir mesta sumarfrístímann svo flestir geti mætt, og gert er ráð fyrir að næst verði fundað í endaðan ágúst.
Farið var yfir samanburð á verksmiðjunum og samninganefnd NA gert ljóst aðokkar krafa er að samið verði á sömu nótum og hjá Alcoa.





Mið 29 júní 
Fundur á mánudag.
Loksins hefur verið boðaður samningafundur hjá okkur. Það verður afa áhugavert að sjáviðbrögð viðsemjenda okkar þegar við þurfum að draga síðasta tilboð okkar til baka (en það gekk útá að jafna Elkem samninginn ) og legja framm hæra tilboð til að jafna ALCOA. Nú á komandi dögum verður fundað töluvert  til að undirbúa næstu skref.
Úr Alcan er það að frétta að deilan þeirra er komin til sátasemjara. Þau mál sem standa útaf þar eru aðaðaltrúnaðarmaður verði ekki ákveðinn staða á launum hjá Alcan og að fyrirtækinu sé heimilt að ráða verktaka í öll störf.  
 





 



Bréf Trúnaðarráðs til stéttarfélaganna.

Frá Trúnaðarráði!

Í ljósi þeirrar stöðu sem upp er kominn, er það álit trúnaðarráðs
starfsmanna Norðuráls, að líta þurfi til þeirra samninga sem verið er að
gera við ALCOA . Þar er verið að ganga frá samning um mun meiri hækkanir enn
við höfum verið að leggja fram . Það er því krafa trúnaðarráðs starfsmanna
Norðuráls,að kröfugerð okkar verði endurskoðuð í heild sinni og aðlöguð þeim
samning sem verið er að ganga frá fyrir starfsmenn ALCOA. Við sjáum engar
forsendur fyrir því að okkar vinnufélagar þurfi að sætta sig við lægri kjör
heldur enn starfssystkini okkar fyrir austan. við leggjum því til að
fulltrúar stéttafélagana komi saman og geri nýa kröfugerð í anda ALCOA
samningsins.

Það er skoðun okkar að ef Norðurál gengur ekki að kröfum okkar leggjum við
til að viðræðum verði  ekki haldið áfram að okkar hálfu fyrr enn Norðurál
hefur lagt fram tilboð sem inniheldur stóriðjuskóla og launahækkanir í
samræmi við okkar kröfur. Það er almennt álit starfsmanna að ekki berið að
gefa tommu eftir og ef þörf krefur verði  boðað til verkfalls í Janúar 2015.
Það er gömul krafa og ný, sömu laun fyrir sömu vinnu.

F.H. trúnaðarráðs starfsmanna Norðuráls

Frantz Adolph Pétursson



Hvað er í gangi.

Það er einkennilegt að nú þegar stefnir í að Klafi fari í verkfall vísar samninganefnd NA á grein í kjarasamning klafa um friðarskildu gagnvart NA, sem hefur beina vísun í kjarasamning og gildissvið okkar samnings. Í því gildissviði er einnig getið á um.“ Aðilar samkomulags þessa eru sammála um að í þeim vinnustaðarsamningum sem gerðir verða á hverjum tíma í samræmi við samkomulag þetta og að því leyti sem slíkir vinnustaðarsamningar kunna að hafa annan gildistíma en kjarasamningar á hinum almenna vinnumarkaði (t.d. á milli ASÍ og VSÍ), skuli á hverjum tíma vera ákvæði sambærileg þeim sem kunna að vera í slíkum almennum kjarasamningum að því er varðar leiðréttingar á kjörum vegna verðbólgu, þ.e. verðtryggingarákvæði. Samningsbundnar heildarlaunagreiðslur skulu ekki vera lægri en hækkanir sem um kann að hafa verið samið fyrir starfsmenn Íslenska járnblendifélagsins hf. á Grundartanga við sambærileg störf sem nánar verður kveðið á um í kjarasamningi“.
Svolítið skrítið að sum ákvæði eigi að gilda enn ekki önnur!



AFL og RSÍ semja við ALCOA


Undirritaðir voru í dag á Reyðarfirði kjarasamningar milli Alcoa Fjarðaáls annars vegar og AFLs Starfsgreinafélags og Rafiðnarsambands Íslands hins vegar. Í aðalatriðum byggja samningarnir á sömu launabreytingum og þeir samningar sem nýlega voru gerðir milli  aðila vinnumarkaðarins, en fela þó í sér ákveðnar nýjungar og breytingar frá fyrri samningi.

Þetta er í annað sinn sem þessir aðilar gera með sér kjarasamning, en samningarnir nú gilda frá 1. maí 2011 til 31. janúar 2014.

Meðal breytinga frá fyrri samningum er að þeir innihalda nú launatöflu, þar sem tekið er tillit til starfsaldurs og hæfni starfsfólks, og einnig kveða þeir á um stofnun Stóriðjuskóla Fjarðaáls. Mun skólinn hefja starfsemi nk. haust með grunnnámi og síðan framhaldsnámi frá og með árinu 2012.

Samningarnir styrkja félagslega stöðu starfsmanna en auk þess að innihalda forgangsréttarákæði og er fjölgun á trúnaðarmönnum og réttur þeirra til náms styrktur.Samningurinn fer nú í kynningu og atkvæðagreiðslu og ber að skila niðurstöðu úr henni 23. júní n.k




Almennur kynningarfundur um samning ALCOA


Almennur fundur til kynningar á kjarasamningi AFLs og RSÍ við ALCOA verður að Búðareyri 1 kl. 13:00 í dag. Ennfremur verða fundir fyrir Dagvakt kl. 15:00 í dag og fyrir B vakt kl. 19:00 í mötuneyti verksmiðjunnar. Kynningarfundir hafa staðið alla helgina og var sendur tölvupóstur til allra félagsmanna AFLs sem sarfa hjá ALCOA til að boða þá fundi.

Kjarasamningur RSÍ og Alcoa undirritaður


Síðastliðinn föstudag var skrifað undir nýjan kjarasamning við Alcoa Fjarðaál. Um er að ræða nýjan og mun ítarlegri kjarasamning en gilt hefur frá upphafi þar sem verksmiðjan hefur verið að þróast og starfsemi hefur náð vissum stöðugleika. Kjarasamningurinn verður kynntur starfsmönnum Alcoa á næstunni og munu starfsmenn greiða atkvæði um hann á næstu dögum og niðurstaða mun liggja fyrir þann 23. júní næstkomandi.





Allar líkur eru á að ALCOA skrifi undir í kvöld.

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum liggur fyrir að skrifað verði undir nýan kjarasamning hjá ALCOA fjarðaráli í dag eða kvöld. Nánar um þann samning á Innra netinu.


 



 

 Góður fundur í gær.

Á fundinum var farið yfir stöðuna í varðandi launalið kjarasamnings okkar. farið var yfir samanburð á þeim kröfum sem við vorum með +i firra og þeim kröfum sem uppi eru núna. Einnig ver farið yfir þann árangur sem náðist i Elkem samningnum. á innra netinu hjá okkur er hægt að nálgast þessar kröfur ásamt hinum ýmsu samanburða.
Formaður VLFA fór yfir hvaða stöðu við erum í varðandi aðgerðir til að knýja á um kjarabreytingar, Einnig var farið yfir bókunina sem önnur verkalýðsfélög skrifuðu undir í ASI/SA samningnum. Það er vert að geta þess að hin verkalýðsfélögin líta svo á að þau 3 % sem við eigum inni eftir síðustu samninga falli ekki undir þá bókun sem rétt er um. Skilgreiningin er sú að þetta sé eitthvað sem lá eftir frá síðustu samningum og beri að sækja um fram ASI samningin.
Staðan er afar alvarleg sérstaklega í ljósi þess að við höfum eingin lögleg úrræði til að beita fyrirtækið þrísting um að ganga frá samning. Ekki er þó ástæða til að örvænt þar sem okkar álit er að tíminn vinni með okkur og ef þörf krefur bíðum við bara til 2014 þegar við fáum verkfallsréttinn. Af þessum 5 ára samning eru þegar liðin 1,5 ár og ekki lítur út fyrir að skrifað verði undir neitt fyrr enn í haust og þá eru bara 3 ár í að samningurinn verði laus. 3ár er langur tími enn ekkert sem við starfs menn Norðuráls erum ekki vön, sérstaklega í ljósi þess að við eru í góðri þjálfun að bíða eftir breytingum.
Við þekkjum það jú öll hvað fyrirtækið er gríðarlega fljótt í allri ákvarðana töku.




Boðað til áríðandi fundar með starfsmönnum Norðuráls.

Fundur frá því í fyrra með starfsmönnum Norðuráls á Gamla Kaupfélaginu
Verkalýðsfélags Akraness hefur boðað til áríðandi fundar með starfsmönnum Norðuráls næstkomandi fimmtudag kl. 20:30 og verður fundurinn haldinn í Bíóhöllinni.  Tilefni fundarins er sú grafalvarlega staða sem upp er komin í kjaraviðræðum á milli félagsins og fyrirtækisins en nú eru að verða liðnir 6 mánuðir frá því að launaliður samningsins rann út.

 

Samningsaðilar hafa fundað nokkrum sinnum í húskynnum ríkissáttasemjara en án nokkurs árangurs og er því miður ekki nokkurn samningsvilja að finna hjá forsvarsmönnum Norðuráls.  Það sem forsvarsmenn Norðuráls hafa boðið er það sama og um samdist á hinum almenna vinnumarkaði ekki alls fyrir löngu eða sem nemur 11,4% í þriggja ára samningi. 

 

Þessu tilboði hefur formaður Verkalýðsfélag Akraness hafnað algerlega enda ekki nokkrar forsendur fyrir því að útflutningsfyrirtæki eins og Norðurál fái sama afslátt og fyrirtæki sem eiga í erfiðleikum á innanlandsmarkaði. Við erum að tala hér um fyrirtæki sem hefur hagnast gríðarlega vegna stórhækkaðs álverðs og gengisfalls íslensku krónunnar.  Norðurál hefur skilað gríðarlegum hagnaði allt frá því það hóf starfsemi á Grundartanga á árinu 1998 og telur formaður að hagnaður Norðuráls nemi allt að 50 milljörðum frá árinu 1998.  Með öðrum orðum, það vellur gróði uppúr öllum pottum Norðuráls og því er sorglegt að fyrirtæki í áliðnaði séu ekki tilbúin að deila þessum gríðarlega mikla ávinningi með starfsmönnum.

 

Á fundinum á fimmtudaginn mun formaður VLFA fara yfir stöðuna og kalla eftir því hvað starfsmenn vilja gera en það er morgunljóst að VLFA mun ekki skrifa undir samning nema með svipuðu sniði og sá samningur sem félagið gerði fyrir starfsmenn Elkem Ísland en þar gekk félagið frá mjög góðum samningi.    

 


 

Trúnaðarráð Starfsmana Norðuráls .
Hefur sett upp þessa upplýsinga síðu til að geta á auðveldan og fljótvirkan hátt komið réttum og greinagóðum upplýsingum til þeirra starfsmanna sem vinna undir kjarasamning Norðuráls.

Hér á vefnum verður hægt að fylgjast með töðu mála í samningum og eining er ýmis annar fróðleikur hér á síðunni eins og samanburður á álverksmiðjum sem tengjast Norðuráli , kjarasamningar sem við berum okkur við og upplýsingar um stéttarfélögin sem eiga aðild að samningnum. Einnig er hægt að koma með spurningar fyrir trúnaðarmenn sem og fréttabréf.

 

 Stóriðjuskóli hjá Alcoa

 


Nú hefur verið undirritaður samningur um stóriðjuskóla hjá Alcoa. Við óskum þeim innilega til hamingju með þennan áfanga. Við hér starfsmenn Norðuráls erum því miður ekki svo lánsöm að starfa hjá svo vel reknu fyrirtæki að geta staðið við gefin loforð. Það er klárlega áhugavert að bæði hin álverin skulu vera komin með stóriðjuskóla sérstaklega þar sem vinnan við gerð stóriðjuskólans hófst eftir að við skrifuðum undir okkar samning.

Hér er mynd af undirritun samninga um Stóriðjuskólann, en þeir voru undirritaðir síðastliðinn föstudag í safnahúsinu í Neskaupstað í kjölfar ársfundar sjálfbærniverkefnis Alcoa Fjarðaáls og Landsvirkjunar. Olga Lísa skólameistari undirritaði samningana fyrir hönd VA, Stefanía fyrir hönd ÞNA og Tómas fyrir Fjarðaál. Hægt er að lesa meyra um skólan hér.http://www.alcoa.com/iceland/ic/news/whats_new/2011/2011_05_skoli.asp




 

 


 

 

 

 


 
  Today, there have been 2175 visitors (10887 hits) on this page!  
 
Þessi síða er í vinslu This website was created for free with Own-Free-Website.com. Would you also like to have your own website?
Sign up for free